Stefnir aftur á úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 07:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP "Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira
"Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira