Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum 22. júní 2012 19:55 Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin. Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin.
Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira