Stakk fórnarlambið um þrjátíu sinnum 22. júní 2012 19:55 Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin. Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hlífar Vatnar Stefánsson, sem hefur játað að hafa orðið Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana, segir að hún hafi verið besti vinur sinn, og að hann hafi ekki ætlað að drepa hana. Sækjandi fer fram á minnst 16 ára fangelsisdóm. Rétt er að vara viðkvæma við lýsingum á atburðum í fréttinni. Aðalmeðferð í málinu fór fram í dag og var Hlífar leiddur fyrir dóminn í járnum. Hann sagði þau Þóru hafa neytt fíkniefna og rítalíns í miklu magni áður en hún lést. Hann sagði að hún gæti verið erfið í samskiptum en hann hefði aldrei meitt hana. Þann fyrsta febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum sem hann gaf sig fram við lögreglu. Faðir Hlífars, sem bjó í húsinu, segist ekki hafa vitað að Þóra væri hjá syni sínum, enda hefði hann bannað henni að koma í húsið. Faðirinn kom einnig fyrir dóminn og sagðist hafa fundið undarlega lykt áður en hann komst að því að Þóra hafði líklega verið dögum saman látin í húsinu hans, og sagðist nú vita að þetta hafi verið nálykt. Hlífar sagði fyrir dómi að Þóra hefði verið besti vinur hans, hann hefði sannarlega ekki ætlað að drepa hana og að það væri ömurlegt að muna ekkert eftir atburðarrásinni. Hann sagði engan aðdraganda hafa verið að því að Þóra dró hníf upp úr veski sínu og hótaði að drepa hann. Síðan mundi hann ekki meir fyrr en hún var dáin. Meðal annarra sem komu fyrir dóminn var barnsfaðir Þóru sem sagði Vatnar ofbeldisfullan, og að hún hefði oft verið með áverka eftir barsmíðar hans. Þá gaf skýrslu sérstakur blóðmeinafræðingur og brustu aðstandendur í réttarsalnum þá í grát. Hann sagði um þrjátíu stungusár hafa verið á líki Þóru, þar af hefði hluti sáranna verið veittur henni í hjartastað eftir að hún var látin.
Morð í Skúlaskeiði 2012 Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira