Sala á notuðum bílum hefur aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi um 217.000 notaðir bílar verið seldir í Danmörku eða að jafnaði 1.400 bílar á hverjum degi.
Það eru einkum stórir notaðir fjölskyldubílar, þriggja til fimm ára gamlir, sem seljast eins og heitar lummur. Fram kemur að ekki er búist við að neitt dragi úr sölu á notuðum bílum næstu mánuðina.
Það er erfitt efnahagsástand sem einkum veldur mikilli sölu á notuðum bílum. Aukin opinber gjöld á nýja bíla hafa einnig haft sitt að segja í þessum efnum.
Metsala á notuðum bílum í Danmörku

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent


Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent


Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“
Viðskipti innlent
