Þóra segist hafa brotið blað í sögunni BBI skrifar 1. júlí 2012 00:04 Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar uppskar hún mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Það að fara gegn sitjandi forseta til 16 ára og velgja honum svo undir uggum að hann þurfti að fara í heljarinnar kosningabaráttu" braut blað í sögunni að mati Þóru. Þóra lýsti miklu þakklæti í ræðu sinni. Hún sagði orð ekki geta lýst gleðinni og þakklætinu yfir öllum þeim stuðningi sem hún hefur fengið meðal fólksins í kringum hana. Hún sagði kosningabaráttuna verið magnað ferðalag. Hún lýsti þeirri skemmtilegu u-beygju sem tilvera hennar hefur tekið frá því að reka bændagistingu á Önundarfirði síðasta sumar og þvo sængurföt fyrir ferðamenn til þess að bjóða sig fram til forseta, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún sagði að með framboðinu hefði hún og samstarfsfólk hennar haft áhrif á samfélagið sitt og það væri aðalatriðið. Fleiri á Íslandi hefðu áttað sig á því að það væri þörf á nýjum tóni á Íslandi og fólk þyrfti að fara að snúa bökum saman. Þegar Þóra og Svavar gengu inn á kosningavökuna mættu þeim mikil fagnaðarlæti og minnti inngangan helst á göngu Hollywood-stjarna eftir rauða dreglinum. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá ræðu Þóru. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar uppskar hún mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna. „Það að fara gegn sitjandi forseta til 16 ára og velgja honum svo undir uggum að hann þurfti að fara í heljarinnar kosningabaráttu" braut blað í sögunni að mati Þóru. Þóra lýsti miklu þakklæti í ræðu sinni. Hún sagði orð ekki geta lýst gleðinni og þakklætinu yfir öllum þeim stuðningi sem hún hefur fengið meðal fólksins í kringum hana. Hún sagði kosningabaráttuna verið magnað ferðalag. Hún lýsti þeirri skemmtilegu u-beygju sem tilvera hennar hefur tekið frá því að reka bændagistingu á Önundarfirði síðasta sumar og þvo sængurföt fyrir ferðamenn til þess að bjóða sig fram til forseta, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hún sagði að með framboðinu hefði hún og samstarfsfólk hennar haft áhrif á samfélagið sitt og það væri aðalatriðið. Fleiri á Íslandi hefðu áttað sig á því að það væri þörf á nýjum tóni á Íslandi og fólk þyrfti að fara að snúa bökum saman. Þegar Þóra og Svavar gengu inn á kosningavökuna mættu þeim mikil fagnaðarlæti og minnti inngangan helst á göngu Hollywood-stjarna eftir rauða dreglinum. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá ræðu Þóru.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira