Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2012 14:07 Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey. „Þetta er ofboðslega skrýtin tilfinning," segir Guðrún Jóna aðspurð um það hvernig tilfinning það sé að fara út. „Það er náttúrlega tilhlökkun að hitta vinina og fólk sem manni þykir vænt um en þetta verður erfitt. Sérstaklega þar sem maður fer einn héðan," segir Guðrún. Hún þekkir fólkið sem var í Útey í fyrra misjafnlega vel. „Suma hafði ég hitt einu sinni og suma oft," segir hún. „Þetta er bara fólk sem mér þótti afskaplega vænt um og ég talaði við þau hálftíma eða fjörutíu mínútum áður en þetta gerist. Þetta varð mjög raunverulegt þar sem maður sat fyrir framan tölvuna og var að reyna að ná sambandi við þau. Þetta eru náttúrlega krakkar sem maður er að vinna verkefni með og hittir til að ræða pólitík og er að berjast fyrir sömu gildum alla daga," segir hún. Guðrún Jóna verður fulltrúi Ungra jafnaðarmanna í Útey, en athöfnin verður lokuð og ekki mörgum boðið að vera við hana. Guðrún Jóna segir að formenn Ungra jafnðarmanna á Norðurlöndum séu duglegir við að hittast, skiptast á herferðum, ræða heimsmálin, hlutverk jafnaðarmanna og hlutverk ungs fólks. Ungir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru saman í samtökum sem kallast FNSU. Þar eru, auk UJ á Íslandi, AUF, SSU í Svíþjóð, DSU í Danmörku, SDY í Finnlandi ásamt aðildarfélögum frá Eystrarsaltslöndum. Ungir jafnaðarmenn verða svo með minningarathöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Hér má sjá upplýsingar um það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira