Bolt ætlar sér að hlaupa á 9,4 sek á ÓL í London 24. júlí 2012 12:00 Usain Bolt ætlar sér stóra hluti á ÓL í London. Nordic Photos / Getty Images Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt. Glen Mills, þjálfari Bolt, spáði því fyrir nokkrum árum að skjólstæðingur hans myndi ná bestum árangri þegar hann væri 26 ára gamall. Bolt heldur upp á 26 ára afmælið sitt tveimur vikum eftir að keppni lýkur á ÓL. Bolt setti heimsmetin í greinunum á HM árið 2009 sem fram fór í Berlín. Hann hljóp 100 metrana á 9,58 sek., og 200 metrana á 19,19 sekúndum. „Það er erfitt að spá fyrir um hvenær ég get hlaupið á 9,4. En á svona stórmóti er ég einbeittari en áður – og þá þarf maður að láta verkin tala," sagði Bolt við enska fjölmiðla í gær. Hann mun fá gríðarlega harða keppni frá keppinautum sínum og þar fer landi hans Yohan Blake fremstur í flokki. Bolt tapaði fyrir Blake í báðum greinunum á úrtökumóti fyrir ÓL á Jamaíku. Blake varð heimsmeistari á síðasta ári í 100 metra hlaupi þar sem að Bolt var dæmdur úr leik eftir að hafa þjófstartað. Bolt er á þeirri skoðun að 9,4 sek sé sá tími sem hægt sé að ná. „Það er ekki hægt að hlaupa á 9,2. Mannslíkaminn er ekki gerður fyrir slíkan hraða," sagði heimsmethafinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt. Glen Mills, þjálfari Bolt, spáði því fyrir nokkrum árum að skjólstæðingur hans myndi ná bestum árangri þegar hann væri 26 ára gamall. Bolt heldur upp á 26 ára afmælið sitt tveimur vikum eftir að keppni lýkur á ÓL. Bolt setti heimsmetin í greinunum á HM árið 2009 sem fram fór í Berlín. Hann hljóp 100 metrana á 9,58 sek., og 200 metrana á 19,19 sekúndum. „Það er erfitt að spá fyrir um hvenær ég get hlaupið á 9,4. En á svona stórmóti er ég einbeittari en áður – og þá þarf maður að láta verkin tala," sagði Bolt við enska fjölmiðla í gær. Hann mun fá gríðarlega harða keppni frá keppinautum sínum og þar fer landi hans Yohan Blake fremstur í flokki. Bolt tapaði fyrir Blake í báðum greinunum á úrtökumóti fyrir ÓL á Jamaíku. Blake varð heimsmeistari á síðasta ári í 100 metra hlaupi þar sem að Bolt var dæmdur úr leik eftir að hafa þjófstartað. Bolt er á þeirri skoðun að 9,4 sek sé sá tími sem hægt sé að ná. „Það er ekki hægt að hlaupa á 9,2. Mannslíkaminn er ekki gerður fyrir slíkan hraða," sagði heimsmethafinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira