Golf

Góð forysta Adam Scott fyrir lokahringinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Ástralinn Adam Scott hefur fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á opna breska meistaramótinu í golfi.

Scott lék hringinn í dag á tveimur höggum undir pari og er samanlagt á ellefu höggum undir pari. Scott hefur verið í banastuði á mótinu en hann jafnaði vallarmetið á fyrsta hring á sex undir pari.

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker, sem jafnaði einnig vallarmetið í gær, náði sér ekki á strik. Snedeker lék á þremur höggum yfir pari en er engu að síður í öðru sæti ásamt Graeme McDowell.

Norður-Írinn McDowell spilaði á þremur höggum undir pari og er á sjö undir samanlagt líkt og Snedeker. McDowell, sem vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu 2010, þykir líklegur á lokahringnum en reiknað er með miklum vindi á Royal Lytham & St Annes vellinum á morgun.

Tiger Woods á enn góða möguleika á sigri. Hann er í fjórða sæti á sex höggum undir pari samanlagt en Woods lék hringinn í dag á pari.


Tengdar fréttir

Snedeker efstur þegar keppni er hálfnuð | Tiger í góðum málum

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker er efstur þegar keppni er hálfnuð á opna breska meistaramótinu í golfi. Hann er á 10 höggum undir pari vallar. Ástralinn Adam Scott er annar, einu höggi á eftir, og Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er þriðji á 6 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×