Sport

Bolt skokkaði í mark | Gatlin á besta tímanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt virtist ekki hafa mikið fyrir því að tryggja sér sigur í sínum riðli í undanúrslitum 100 metra hlaups karla á Ólympíuleikunum. Justin Gatlin frá Bandaríkjunum hljóp þó á besta tímanum.

Gatlin sigraði í fyrsta undanúrslitariðlinum af þremur á tímanum 9.82 sekúndum. Á hæla honum komu Curandy Martina frá Hollandi á hollensku meti 9,91 sekúndum og Jamaíkamaðurinn Asafa Powell á 9.94 sekúndum.

Usain Bolt hægði verulega á sér á seinni hluta hlaupsins í 2. riðli en kom engu að síður langfyrstur í mark á 9.87 sekúndum. Ryan Bailey kom næstur á 9.96 sekúndum og Richard Thompson frá Trínídad og Tóbagó þriðji á 10.02 sekúndum sem var lakasti tíminn sem dugði í úrslit.

Heimamaðurinn Dwain Chambers hljóp best Breta á 10,05 sekúndum sem dugði þó ekki til sætis í úrslitum.

Í þriðja riðlinum var það Jamaíkamaðurinn Yohan Blake sem sá til þess að þjóð hans ætti þrjá fulltrúa í úrslitahlaupinu. Blake kom í mark á næstbesta tíma undanúrslitanna, 9,85 sekúndum, en á hæla honum kom Tyson Gay frá Bandaríkjunum á 9,90 sekúndum.

Úrslitahlaupið fer fram klukkan 20.50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×