Tónlist

Friðrik Dór syngur um Al Thani

„Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér," segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust.

Það nefnist því skemmtilega nafni Al Thani sem ætti að vera Íslendingum kunnugur eftir viðskipti sín við Kaupþing rétt fyrir hrunið. Söngvarinn segir þó nafnið ekki tengjast þeim viðskiptum. Lagið er eftir piltana í StopWaitGo sem hafa gert marga smelli síðustu ár.

„Ég hefði líklega aldrei samið svona lag sjálfur, en StopWaitGo vildu að ég prófaði og það kom vel út. Þetta er gott veganesti út í Verslunarmannahelgina," segir Friðrik Dór, sem spilar á Akureyri í kvöld, Vestmannaeyjum á föstudagskvöld og Neistaflugi á Neskaupsstað á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×