Golf

Íslenskir afrekskylfingar keppa í Finnlandi

Frá vinstri: Arnór Ingi, Valdís Þóra, Rúnar og Bjarki.
Frá vinstri: Arnór Ingi, Valdís Þóra, Rúnar og Bjarki. Golf.is
Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK eru í 23.-29. sæti eftir fyrsta hring á Finnish Amateur Championship mótinu sem hófst í gær í Finnlandi. Arnór og Rúnar léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari Helsing golfvallarins í Finnlandi. Bjarki Pétursson úr GB lék á 74 höggum eða á þremur höggum yfir pari og er í 37.-44. sæti eftir fyrsta hring. Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL tekur einnig þátt í mótinu og lék fyrsta hringinn á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hún er í 15.-19. sæti eftir fyrsta hring, fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Filippo Bergamaschi frá Ítalíu er efstur í karlaflokki en hann lék á 66 höggum eða fimm höggum undir pari. Hjá konunum eru þær Olivia Birrer frá Danmörku og Krista Bakker frá Finnlandi í efsta sæti eftir að hafa leikið á 70 höggum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×