Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir 16. ágúst 2012 19:05 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti." Alþingi Lögreglan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti."
Alþingi Lögreglan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira