Golf

GR-stelpurnar unnu Sveitakeppnina þriðja árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍmyndir.net
Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð.

GR-ingarnir Hildur Kristín Þorvarðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir unnu sína leiki í úrslitaleiknum og sigrar Tinnu Jóhannsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur voru ekki nóg fyrir Keili.

GKG tók bronsið eftir 3,5-1,5 sigur á Nesklúbbnum í leiknum um þriðja sætið. Golfklúbbur Suðurnesja varð í fimmta sæti, Golfklúbburinn Kjölur endaði í sjötta sætinu, Golfklúbbur Akureyrar tók sjöunda sætið og Golfklúbburinn Vestarr rak síðan lestina.

Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur skipuðu eftirtaldar: Ragnhildur Kristinsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björndóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Guðrún Pétursdóttir. Liðsstjóri var Hólmar Freyr Christiansson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×