Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Kevin Giltner fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni í vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.
Giltner, sem er 197 sentimetrar á hæð, getur bæði leikið í stöðu bakvarðar og lítils framherja. Hann er 23 ára og hefur leikið með Wofford Terriers í bandaríska háskólaboltanum undanfarin fjögur ár.
Hann spilaði 38 mínútur að meðaltali í leik á sínu síðasta tímabili í háskólanum, skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og átti tvær stoðsendingar.
Giltner er væntanlegur til landsins um miðjan september.
Karlalið Keflavíkur komið með nýjan Kana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
