Körfuboltaunnendur geta hitt Jón Arnór Stefánsson og félaga í íslenska körfuboltalandsliðinu í Skemmtigarðinum í Smáralind í dag.
Strákarnir verða þar á milli 13 og 14 í dag og munu meðal annars reyna fyrir sér í körfuboltakassanum góða.
Strákarnir eru komnir heim eftir frækna för til Slóvakíu þar sem þeir unnu frábæran sigur.
Á morgun tekur íslenska liðið á móti Ísrael í Laugardalshöll. Það verður þriðji leikur liðsins í undankeppni EM en íslenska liðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveim leikjunum.
