Síðasti séns að gera myndband fyrir Sigur Rós BBI skrifar 31. ágúst 2012 14:08 Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda „Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara. Sigur Rós fékk nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndbönd við diskinn. Hver þeirra fékk væna upphæð til verksins, mátti velja sér lag og gerði svo myndband án nokkurs samráðs við Sigur Rósar menn. Myndböndin hafa verið að birtast í sumar. Einn þáttur í þessu verkefni er að fá almenning til að senda inn myndbönd við lögin. Eitt myndband verður valið og endar sem opinbert myndband við lag af disknum. Sigurvegarinn fær einnig 5 þúsund dollara í verðlaunafé, eða um 600 þúsund krónur. Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn sitt myndband því fresturinn rennur út eftir tíu daga. Orri Páll Dýrason í Sigur Rós segir að það hafi verið sönn ánægja að fylgjast með myndböndunum og alltaf jafn spennandi og óvænt að sjá hvernig hver leikstjóri upplifir tónlist hljómsveitarinnar. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr seríunni.Sigur Rós: Dauðalogn from Sigur Rós Valtari Mystery Films on Vimeo. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda „Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara. Sigur Rós fékk nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndbönd við diskinn. Hver þeirra fékk væna upphæð til verksins, mátti velja sér lag og gerði svo myndband án nokkurs samráðs við Sigur Rósar menn. Myndböndin hafa verið að birtast í sumar. Einn þáttur í þessu verkefni er að fá almenning til að senda inn myndbönd við lögin. Eitt myndband verður valið og endar sem opinbert myndband við lag af disknum. Sigurvegarinn fær einnig 5 þúsund dollara í verðlaunafé, eða um 600 þúsund krónur. Nú fer hver að verða síðastur til að senda inn sitt myndband því fresturinn rennur út eftir tíu daga. Orri Páll Dýrason í Sigur Rós segir að það hafi verið sönn ánægja að fylgjast með myndböndunum og alltaf jafn spennandi og óvænt að sjá hvernig hver leikstjóri upplifir tónlist hljómsveitarinnar. Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið úr seríunni.Sigur Rós: Dauðalogn from Sigur Rós Valtari Mystery Films on Vimeo.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira