Körfubolti

Margrét Kara ófrísk og spilar ekki með KR í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir.
Margrét Kara Sturludóttir. Mynd/Daníel
Margrét Kara Sturludóttir, landsliðskona og fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, verður ekki með KR-liðinu í Dominos-deildinni í vetur. Margrét Kara er ófrísk og spilar ekki körfu næstu mánuðina. Þetta kemur fram í frétt á karfan.is.

Margrét Kara Sturludóttir er 23 ára gömul og hefur verið í stóru hlutverki í úrvalsdeild kvenna undanfarin átta tímabil. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari með Keflavík 2008 og svo aftur með KR 2010.

„Auðvitað er súrt að missa af mótinu en að sama skapi er nýr og skemmtegur kafli að hefjast hjá mér" sagði Kara í samtali við Karfan.is en hún á að eiga í mars og því snýr hún ekki aftur í boltann fyrr en á næsta tímabili.

Þetta er mikill missir fyrir KR-liðið enda Margrét Kara leiðtogi liðsins og lykilmaður í vörn og sókn. Kara var með 15,2 stig, 9,0 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrra en tímabilið á undan var hún kosin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×