Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2012 18:54 Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira