Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. september 2012 18:54 Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún. Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Kona sem greindist með leghálskrabbamein segir það bjarga lífi kvenna að fara nógu snemma í krabbameinsleit. Hún hafi verið kærulaus og dregið það enda hafi henni fundist fráleitt að jafn ung kona og hún gæti fengið slíkt krabbamein. Þeim konum sem mæta í reglubundna leghálskrabbameinsleit hefur fækkað síðustu ár. Heilbrigðisstarfsfólk hefur af þessu áhyggjur enda hefur þetta haft þau áhrif að fleiri konur greinast nú en áður með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi. Það þýðir að fleiri konur þurfa á viðameiri meðferð að halda líkt og geislum og lyfjameðferð. Guðrún Sigríður Ágústsdóttir greindist með leghálskrabbamein rétt fyrir jól árið 2010. „Þá var ég bara búin að vera í hálft ár að harka af mér að fara til kvennsjúkdómalæknis vegna þess að ég hefði ekki náð að hafa jafna mig eftir barnsburð. Þannig að þegar ég kom til hennar þá hvarflaði ekki að mér að ég væri með krabbamein því mér fannst það eiginlega fráleitt að 37 ára gömul kona væri með leghálskrabbamein. Það var ekki til í huga mér," segir Guðrún. Læknirinn sá strax að hún var með stórt æxli á stærð við tennisbolta. Hún fór strax í krabbameinsmeðferð, fulla geisla- og lyfjameðferð. Í dag líður Guðrúnu vel. Hún fékk góðan bata og þakkar það meðal annars frábæru starfsfólki á Landspítalanum. Þá segir hún það hafa hjálpað mikið að vera með ungt barn heima til að hugsa um. Hún á fjögur börn og yngsti sonur hennar var aðeins níu mánaða þegar hún greindist með krabbamein. Hún segir mikilvægt að konur mæti reglulega í krabbameinsskoðun. „Þetta er bara staðreynd konur fá leghálskrabbamein á öllum aldri og það er nauðsynlegt að fara í skoðun og það er það sem að bjargar lífi kvenna sem að greinast með þetta það er að fara nógu snemma í skoðun," segir hún.Varstu ekki búin að fara reglulega í skoðun? spyr fréttakona. „Nei ég var kærulaus," svarar Guðrún. „Ég var ekki búin að fara reglulega, ég var búin að vera löt. Ég var búin að skippa og halda að það væri allt í lagi að ég færi bara næst eða nota tækifærið þegar ég virkilega þyrfti þess út af einhverju öðru. Ég sem betur fer hafði alltaf verið heilbrigð og ekki þurft mikið að leita til kvennsjúkdómalækna en svo náttúrulega sýpur maður seyðið af því. Því það er staðreynd að maður þarf að fara, það er ástæða fyrir því að maður fær þennan póst," segir Guðrún.
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira