Pistorius missti af gullinu | Ósáttur við gervifætur keppinautanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2012 08:00 Pistorius óskar Oliveira til hamingju að loknu hlaupinu. Nordicphotos/getty Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira