NFL: Nóg af óvæntum úrslitum - Arizona vann New England á Gillette-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2012 10:30 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19 NFL Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sjá meira
Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19
NFL Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sjá meira