Fjölþrautarkonan Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK hefur forystu að loknum fyrri degi í sjöþraut á sænska meistaramótinu í fjölþrautargreinum.
Fjóla Signý hefur 3065 stig en næst kemur Lene Becher Myrmel frá Svíþjóð með 2979 stig.
Árangur Fjólu Signýjar:
100 metra hlaup: 14,61 sek (894 stig)
Hástökk: 1,69 metrar (842 - persónulegt met)
Kúluvarp: 9,36 metrar (468 - fjarri hennar besta)
200 metra hlaup: 25,51 sek (841 stig)
Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki hefur forystu í tugþrautarkeppninni í flokki 19 ára og yngri. Ingi Rúnar hefur 3718 stig að loknum fimm greinum.
Í öðru sæti er Carl Stenson frá Svíþjóð með 326 stig.
Árangur Inga Rúnars:
100 metra hlaup: 11,45 sek (763 stig)
Langstökk: 6,39 metrar (673 stig)
Kúluvarp (6 kg): 15,08 metrar (795 stig)
Hástökk: 1,93 metrar (740 stig)
400 metra hlaup: 51,50 sek (747 stig)

