Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði naumlega fyrir Slóvakíu í kvöld, 22-23, í öðrum leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi en íslenska liðið tapaði stórt fyrir Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í gær.
Stella Sigurðardóttir átti stórleik í íslenska liðinu og skoraði alls tólf mörk í leiknum eða meira en helming marka liðsins.
Það var allt annað var að sjá til íslenska liðsins í dag og leiddi liðið allan leikinn þar til á 56 mínútu en þá seig Slóvakía framúr og var jafnt á öllum tölum en Slóvakía náði að skora sigurmarkið þegar um fimm sekúndur voru eftir. Staðan í hálfleik var 10-6 fyrir Ísland.
Mörk Íslands skoruðu: Stella Sigurðardóttir 12, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 1, Hanna G. Stefánsdóttir 1 og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.
Í markinu varði Guðný Jenný Ásmundsdóttir 19 bolta.
Á morgun leikur svo liðið við Tékkland.
