Kvennalið Snæfells vann 30 stiga útisigur á Fjölni í kvöld, 92-62, í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum en stelpurnar hans Inga Þórs Steinþórssonar eru til alls líklegar í kvennakörfunni í vetur.
Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 18 stig í kvöld, Kieraah Marlow var með 17 stig, 18 frákaöst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir bætti við 14 stigum og 8 stoðsendingum.
Snæfellskonur unnu fráköstin 42-22, voru komnar í 26-7 eftir fyrsta leikhlutann og unnu alla leikhlutana í þessum leik.
Það stuttu á milli verkefna hjá Snæfellsliðinu því þær eru á leiðinni út til Danmörkur í fyrramálið til þess að taka þátt í æfingamóti.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Fjölnis og Snæfells í Dalhúsum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Snæfellskonur eru til alls líklegar í vetur - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn