Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2012 20:15 Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira