Peyton Manning er ekki dauður úr öllum æðum | Úrslit helgarinnar 10. september 2012 11:45 Manning gengur hér stoltur af velli. Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni