Joshua Morgan, leikmaður Washington Redskins, gerði slæm mistök í leik liðsins gegn St. Louis um síðustu helgi sem líklega kostaði Redskins sigur í leiknum.
Hann fékk heldur betur að heyra það í kjölfarið á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar beið hans allt frá almennu skítkasti upp í líflátshótanir.
"Það er ekki gaman að fara inn á Twitter og lesa líflátshótanir sem og hótanir um að drepa barnið manns," sagði Morgan.
"Maður sér allt litrófið þarna en ég má ekki láta það trufla mig. Ég hræðist ekki þessar hótanir."
Þó svo Morgan sé ekki að taka málið of alvarlega er félag hans með málið í skoðun.
Leikmaður Redskins fékk líflátshótanir á Twitter

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti