Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2012 21:20 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni. Aaron Broussard átti stórleik hjá Grindavík og skoraði 36 stig en Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 21 stig. Darrel Keith Lewis skoraði 17 stig fyrir Keflavík og Valur Valsson og Magnús Þór Gunnarsson skoruðu báðir 15 stig. Grindvíkingar sem voru á heimavelli eins og venjan er með Íslandsmeistarana, voru að vinna Meistarakeppni KKÍ í fjórða sinn en þeir unnu hana einnig 1996, 1998 og 2011. Njarðvíkingar hefur unnið þessa keppni oftast eða sjö sinnum. Grindvíkingar, með þá Aaron Broussard og Sigurð Gunnar Þorsteinsson í fararbroddi, komust í 13-2 eftir rúmar fjórar mínútur en það tók Keflvíkinga aðeins rúmar þrjár mínútur að snúa leiknum við og komast yfir í 18-16. Grindvíkingar bættu þá aftur í og voru 26-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Grindavík var komið í 28-23 í upphafi annarsleikhluta en skoraði síðan bara tvö stig á rúmum fjórum mínútum og á meðan náði Keflavík að komast yfir í 31-30. Grindvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 42-41, eftir að Keflvíkingurinn Hafliði Már Brynjarsson endaði hálfleikinn á því að setja niður þriggja stiga körfu. Sigurð Gunnar Þorsteinsson skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum og Aaron Broussard var með 12 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Darrel Keith Lewis var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Keflavík. Grindavíkurliðið byrjaði seinni hálfleik vel og var komið níu stigum yfir, 54-45, eftir fjórar mínútur. Grindavík var síðan með 14 stiga forskot, 70-56, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 28-15. Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í lokaleikhlutanum en Grindvíkingar héldu út og lönduðu fyrsta titli vetrarins.Grindavík-Keflavík 92-83 (26-23, 16-18, 28-15, 22-27)Stig Grindavíkur : Aaron Broussard 36/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/7 fráköst/4 varin skot, Samuel Zeglinski 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann Vilbergsson 4, Jón Axel Guðmundsson 2.Stig Keflavíkur: Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Valur Orri Valsson 15/5 stoðsendingar, Kevin Giltner 14, Snorri Hrafnkelsson 10, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira