Körfubolti

Keflavík og Snæfell byrjuðu vel | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Fyrsta umferð Domino's deild kvenna fór fram í kvöld en Keflavík og Snæfell unnu góða sigra á útivelli, sem og Íslands- og bikarmeistarar Njarðvíkur.

Snæfellingar höfðu betur gegn Val, 64-48, en nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í kvöld.

Keflavík var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hóf tímabilið í kvöld með sautján stiga sigri á Haukum, 79-62. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík tók öll völd í þeim síðari.

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði nítján stig fyrir Keflavík og tók níu fráköst. Jessica Ann Jenkins skoraði átján stig. Siarre Evans var stigahæst hjá Haukum með 31 stig auk þess sem hún tók nítján fráköst.

Njarðvík vann Fjölni í Grafarvoginum, 74-63. Lele Hardy skoraði 33 stig fyrir Njarðvík auk þess að taka nítján fráköst.

Þá hafði KR betur gegn Grindavík á heimavelli, 62-51, þar sem Sigrún Ámundadóttir skoraði 21 stig fryir KR.

Úrslit kvöldsins:

KR-Grindavík 62-51 (14-13, 17-6, 15-17, 16-15)

KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 21/9 fráköst, Patechia Hartman 13/7 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Helga Einarsdóttir 12/10 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2.

Grindavík: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 14, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9/11 fráköst, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 7, Alexandra Marý Hauksdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst.

Haukar-Keflavík 62-79 (17-16, 19-18, 10-23, 16-22)

Haukar: Siarre Evans 31/19 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 19/9 fráköst, Jessica Ann Jenkins 18/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/6 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 10/9 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 5/11 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2.

Fjölnir-Njarðvík 63-74 (18-26, 14-13, 10-12, 21-23)

Fjölnir: Fanney Lind Guðmundsdóttir 25/9 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 10/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 7/7 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Birna Eiríksdóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4, Eva María Emilsdóttir 2, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst.

Njarðvík: Lele Hardy 33/19 fráköst/8 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/4 fráköst, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Aníta Carter Kristmundsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 5, Salbjörg Sævarsdóttir 4/5 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.

Valur-Snæfell 48-64 (13-19, 17-18, 8-9, 10-18)

Valur: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/11 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Alberta Auguste 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/5 fráköst, María Björnsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 2/7 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 1.

Snæfell: Kieraah Marlow 19/11 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/6 fráköst, Hildur Sigurdardottir 7/9 fráköst/8 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×