Körfubolti

Ertu búinn að velja þér þínar stelpur í Draumaliðsleik KKÍ og Domino's?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðar eða fulltrúar liðanna í Domino's deild kvenna.
Fyrirliðar eða fulltrúar liðanna í Domino's deild kvenna. Mynd/Valli
KKÍ og Domino's hafa sett af stað Draumaliðsdeild í Domino's deildunum og geta aðdáendur íslensk körfubolta nú valið sér leikmenn úr deildinni og sett í lið, og þar með safnað stigum í vetur og keppt um verðlaun í lok tímabils. Einnig er hægt að stofna einkadeildir og keppa gegn vinum.

Domino's deild kvenna hefst í kvöld og því eru aðeins nokkrir klukkutímar til stefnu áður en boltanum er kastað upp í öllum fjórum leikjum fyrstu umferðarinnar hjá stelpunum. Það eru því síðustu forvöð til að velja sér leikmenn fyrir Draumaliðsleik KKÍ og Domino's Pizza.

Þetta er líklega fyrsti draumaliðsleikurinn í kvennadeild í heiminum en erlendis hafa slíkir leikir aðeins verið í tengslum við karladeildirnar.

Draumaliðsleikur Domino's deilda karla og kvenna var kynntur á blaðamannafundi í gær. Leikmenn fá stig eftir tölfræðinni sem tekin er á hverjum leik beint og hún yfirfærist í stig og í draumaliðsleikinn. Allar nánari upplýsingar er að finna á dominosdeildin.is þar sem hægt er að skrá sig til leiks og velja lið, lesa leiðbeiningar og skoða leikmenn.

Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15 og eins og vanalega verður hægt að fylgjast með í beinni tölfræðilýsingu á netinu.

Leikir kvöldsins:

KR - Grindavík

Haukar - Keflavík

Fjölnir - Njarðvík

Valur - Snæfell




Fleiri fréttir

Sjá meira


×