Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins tekur út leikbann gegn Sviss og Helgi Valur Daníelsson er farinn heim til Svíþjóðar vegna meiðsla og því fáir miðjumenn í hópnum. Lagerbäck ákvað því að kalla á þá Pálma og Rúnar.
Pálmi hefur leikið 17 landsleiki fyrir Íslands hönd en Rúnar Már og nýliði í hópnum. Rúnar átti mjög gott tímabil í Pepsí deildinni og var hæstur í einkunnargjöf Fréttablaðsins og Vísi í sumar.

