Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir sem spilar vanalega á miðjunni með Kristianstad og íslenska landsliðinu er komin í markið hjá sænska liðinu í deildarleik á móti stjörnuliði Tyresö.
Hanna Persson, markvörður meiddist og fór af velli á 11. mínútu og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, var ekki með varamarkvörð á bekknum.
Elísabet leitaði því til Katrínar sem var nú handboltakona á árunum áður og því vön að grípa boltann.
Þóra Björg Helgadóttir, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins, grínaðist með það á twitter-síðu sinni að hún væri núna komin með samkeppni í landsliðinu.
