Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfubolta í gær þegar þeir sóttu tvö stig í Seljaskóla. Líkt og í fyrsta leik Þórsliðsins þá endaði leikurinn í framlengingu en að þessu sinni tókst Þórsurum að landa sigri, 95-92.
„Það er ekki fyrir hjartveika að fylgjast með tveimur fyrstu leikjum Þórs þetta tímabilið," eins og segir í umfjöllun um leikinn inn á heimsíðu Þórs, thorkarfa.com.
Þórsarar bjóða þar upp á greinagóða og skemmtilega umfjöllun og það sem vekur mesta athygli er flott frammistöðumat leikmanna liðsins í þessum leik. Það er ekki eitthvað sem menn sjá á hverjum degi á heimasíðum félaganna og sýnir metnað manna í Þorlákshöfn.
Höfundur greinarinnar talar þar um mikil batamerki hjá Robert Diggs, að Benjamin Smith hafi ekki verið eins góður og í síðasta leik og þá biður hann Guðmund Jónsson velkominn aftur. Hann segir líka að Darri Hilmarsson hafi mallað eins og gömul dísilvél.
„Velkominn aftur Gummi, gríðarlega mikilvægt fyrir Þórsliðið að Gummi sé mættur er búinn að vera týndur í æfingaleikjunum og í leiknum á móti Njarðvík. Var flottur í kvöld á báðum endum vallarins," segir um Guðmund Jónsson en það má finna alla umfjöllunina með því að smella hér.
Það er líka hægt lesa um menn í tapinum á móti Njarðvík í fyrstu umferðinni eða með því að smella hér.
Körfubolti