Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur velt Hewlett-Packard úr sessi sem stærsti framleiðandi á einkatölvum í heiminum.
Þetta kemur fram í tölum sem rannsóknarfyrirtækið Gartner hefur sent frá sér. Tölurnar sýna að á þriðja ársfjórðungi ársins framleiddi Lenovo 13,8 milljónir af tölvum á móti rúmlega 13,5 milljónum hjá Hewlett-Packard.
Fram kemur hjá Gartner að þessi mikla sala hjá Lenovo skýrist einkum af miklum verðlækkunum á tölvum þeirra undanfarna mánuði.
Samanlagt standa þessir tölvuframleiðendur að baki nær þriðjungi af allri sölu á einkatölvum í heiminum.
Lenovo veltir Hewlett-Packard úr sessi

Mest lesið

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent


Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent



Hækkanir á Asíumörkuðum
Viðskipti erlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent