Magnaðir myrkraheimar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. október 2012 10:08 Joona Linna er sænskur lögreglumaður af finnskum ættum. Og ekki bara einhver lögreglumaður, hann er sá besti. Óumdeilanlega og nýtur viðurkenningar sem slíkur. Engu að síður þarf hann að berjast við kerfið, en það er vegna ákvarðana hans sjálfs, þrákelkni og ófrávíkjanlegrar réttsýni. Það sem er mest um vert er að Joona Linna er einhver skemmtilegasta persóna sem komið hefur fram í norrænum glæpasögum um langa hríð. Eldvitnið er þriðja sagan eftir Kepler sem út kemur á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni. Sögurnar fjalla allar um Linna, en hann hefur oft og tíðum yfirnáttúrulega hæfileika til að setja sig inn í aðstæður á vettvangi glæpa og hugarheim illvirkjanna. Eldvitnið fjallar um morð á heimili fyrir vandræðastúlkur og inn í söguna fléttast fortíð Joona Linna, bæði nálæg og fjarlæg. Lesendur fá að kynnast forsögu hans nánar, hvað gerði hann eins og hann er. Líkt og oft er reyndin með bókaflokka í dag hamlar það lesendum hafi þeir ekki lesið fyrri sögurnar, getur maður ímyndað sér. Helsti galli bókarinnar er að hún er skrifuð eins og kvikmynd, en það virðist ansi vinsælt í dag. Slíkt getur heppnast, en hérna er þetta beinlínis hamlandi; kaflar oft og tíðum rétt rúm blaðsíða á lengd og skipt í næsta kafla án nokkurra sýnilegra skila í sögunni. Það kemur þó ekki að sök. Eldvitnið er haganlega skrifuð saga, spennandi og með hæfilega flókinni fléttu. Aðall hennar er aðalpersónan og framvinda sögunnar heldur lesandanum í greipum spennunnar. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Joona Linna er sænskur lögreglumaður af finnskum ættum. Og ekki bara einhver lögreglumaður, hann er sá besti. Óumdeilanlega og nýtur viðurkenningar sem slíkur. Engu að síður þarf hann að berjast við kerfið, en það er vegna ákvarðana hans sjálfs, þrákelkni og ófrávíkjanlegrar réttsýni. Það sem er mest um vert er að Joona Linna er einhver skemmtilegasta persóna sem komið hefur fram í norrænum glæpasögum um langa hríð. Eldvitnið er þriðja sagan eftir Kepler sem út kemur á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni. Sögurnar fjalla allar um Linna, en hann hefur oft og tíðum yfirnáttúrulega hæfileika til að setja sig inn í aðstæður á vettvangi glæpa og hugarheim illvirkjanna. Eldvitnið fjallar um morð á heimili fyrir vandræðastúlkur og inn í söguna fléttast fortíð Joona Linna, bæði nálæg og fjarlæg. Lesendur fá að kynnast forsögu hans nánar, hvað gerði hann eins og hann er. Líkt og oft er reyndin með bókaflokka í dag hamlar það lesendum hafi þeir ekki lesið fyrri sögurnar, getur maður ímyndað sér. Helsti galli bókarinnar er að hún er skrifuð eins og kvikmynd, en það virðist ansi vinsælt í dag. Slíkt getur heppnast, en hérna er þetta beinlínis hamlandi; kaflar oft og tíðum rétt rúm blaðsíða á lengd og skipt í næsta kafla án nokkurra sýnilegra skila í sögunni. Það kemur þó ekki að sök. Eldvitnið er haganlega skrifuð saga, spennandi og með hæfilega flókinni fléttu. Aðall hennar er aðalpersónan og framvinda sögunnar heldur lesandanum í greipum spennunnar.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira