Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, átti hreint út sagt stórkostlegan leik í kvöld þegar lið hans gjörsamlega rústaði KR, 104-63, í Dominos-deild karla í körfuknattleik.
Leikurinn fór fram á heimavelli KR-inga, DHL-höllinni. Jón skoraði 27 stig í leiknum en hann misnotaði ekki eitt einasta skot. Jón tók alls tólf skot í leiknum og setti þau öll niður.
Jón Ólafur eða Nonni Mæju eins og hann er kallaður skoraði úr 5 af 5 tveggja stiga skotum sínum í leiknum, hann setti niður 5 þriggja stiga körfur í leiknum og einnig úr fimm skotum.
Tvívegis fór Nonni Mæju á vítalínuna og brást honum ekki bogalistinn þar, en alls eru þetta 27 stig. Jón Ólafur tók fimm fráköst í leiknum og gaf tvær stoðsendingar, hreint út sagt mögnuð frammistaða hjá leikmanninum í kvöld.
Blaðamaður Vísis hitti Jón Ólaf eftir leikinn í kvöld og hægt er að sjá viðtalið við hann hér að ofan.
Nonni Mæju var með 100% skotnýtingu í kvöld
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið




KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn




