Forseti Íslands sendi í morgun hinum nýbökuðu evrópumeisturum hugheilar heillaóskir.
„Við Dorrit óskum ykkur hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur. Gullverðlaun ykkar bætast nú á afrekaskrá fremsta íþróttafólks landsins. Þessi árangur er Íslandi til sóma enda samgleðst þjóðin ykkur innilega," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í fréttatilkynningu.
Íslensku landslið stúlkna og landslið kvenna í fimleikum urðu í gær evrópumeistarar í fimleikum.
Ólafur Ragnar óskar fimleikastúlkunum til hamingju
BBI skrifar
