Körfubolti

Valskonur unnu í Ljónagryfjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig fyrir Val í kvöld.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig fyrir Val í kvöld. Mynd/Anton
Valskonur komust upp í annað sætið í Dominosdeild kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Njarðvík, 71-66, í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta var lokaleikur 7. umferðar. Valur, KR og Snæfell eru öll með tíu stig í 2. til 4. sæti en Valsliðið er með bestan árangur í innbyrðisviðureignum liðanna.

Valskonur tryggði sér sigurinn í þessum æsispennandi leik með góðum lokaspretti en þær skoruðu 10 af síðustu 12 stigum leiksins. Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkur var með tröllatvennu (25 stig og 30 fráköst) en það dugði ekki til. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig og Alberta Auguste var með 10 af 14 stigum sínum í lokaleiklutanum.

Njarðvíkurkonur byrjuðu betur, skoruðu fimm fyrstu stigin og voru 19-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Njarðvík komst fimm stigum yfir í upphafi annars leuikhlutans, 23-18, en Valsliðið svaraði þá með sjö stigum í röð og tók frumkvæðið. Valur var síðan 30-28 yfir í hálfleik.

Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkur var komin með 20 fráköst í fyrri hálfleik auk 8 stiga. Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði einni átta stig fyrir hlé. Hallveig Jónsdóttir og Kristrún Sigurjónsdóttir skoruðu báðar 8 stig fyrir Val í fyrri hálfleik.

Njarðvíkurkonur voru skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum og leiddu með fimm stigum, 52-47, fyrir lokaleikhlutann.

Njarðvíkurliðið náði mest sjö stiga forskot í upphafi fjórða leikhluta en Valskonur lögðu grunninn að sigrinum með því að skora níu stig í röð og breyta stöðunni úr 64-61 í 64-70 á tveggja mínútna kafla. Alberta Auguste fór á kostum á þessum kafla og stal boltanum hvað eftir annað.

Njarðvík-Valur 66-71 (19-16, 9-14, 24-17, 14-24)

Njarðvík: Lele Hardy 25/30 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14, Eyrún Líf Sigurðardóttir 13/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 10/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.

Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Alberta Auguste 14/8 fráköst/7 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/15 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/8 fráköst, María Björnsdóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/10 fráköst, Elsa Rún Karlsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×