Njarðvíkingar hafa fengið til sín nýjan bandarískan leikmann í körfuboltanum en þar er um að ræða 31 árs gamlan reynslubolta sem hefur spilað lengi í Þýskalandi og Finnlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Nigel Moore er fæddur árið 1981 en hann er 195 sm lítill framherji eða skotbakvörður. Nigel Moore kláraði Alabama A&M University háskólann árið 2003 og byrjaði atvinnumannaferil sinn í Þýskalandi. Hann hefur leikið í Finnlandi undanfarin tvö tímabil með Korihait í efstu deild.
Nigel Moore lék með þýska liðinu Göttingen tímabilið 2007-2008 en þar var samherji hans Jeb Ivey sem hafði árin á undan leikið með Njarðvík en Ivey kom seinna og hjálpaði Snæfellingum að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.
Nigel Moore var með 12,9 stig, 6,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta að meðaltali með Korihait á síðustu leiktíð en hann var þá að skora 2 þrista að meðaltali í leik.
Gamall liðsfélagi Jeb Ivey búinn að semja við Njarðvík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
