Washington Redskins tapaði fyrir Carolina Panthers í NFL-deildinni í gær. Það þykja góðar fréttir fyrir Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.
Bandaríkjamenn kjósa sér forseta á morgun en af sögunni að dæma þykja úrslit síðasta heimaleiks Redskins - sem leikur í höfuðborginni Washington DC - fyrir kosningar góð vísbending um úrslitin.
Reglan, sem er nefnd Redskins-reglan, segir að ef liðið vinnur sinn síðasta heimaleik fyrir kosningar beri sá flokkur sigur úr býtum sem var síðast við völd í Hvíta húsinu.
En Redskins tapaði og þar sem að Demókratar eru nú við völd segir Redskins-reglan að Barack Obama muni tapa kosningunum á morgun.
Þetta hefur aðeins einu sinni klikkað síðan 1940. Það var árið 2004 en þá tapaði liðið fyrir Green Bay Packers. Samkvæmt reglunni hefði George Bush, þáverandi forseti, átt að tapa fyrir John Kerry en Bush sat í Hvíta húsinu í önnur fjögur ár.
Átján sinnum hefur Redskins-reglan haft rétt fyrir sér í alls nítján forsetakosningum.
Tap Redskins góðs viti fyrir Romney
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
