Landsliðið í fimm tíma rútuferð: Veit ekki hvar í Evrópu við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2012 18:14 Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/AFP Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flottan leik í dag þegar liðið vann 37-30 sigur á Rúmeníu í öðrum leik sínum í undankeppni EM. Guðjón Valur skoraði 11 mörk í leiknum og var markahæstur í íslenska liðinu en hann hefur nú skorað 22 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í riðlinum. Landsliðsfyrirliðinn var ánægður með sigurinn en hann var hinsvegar ekki sáttur við þá ákvörðun rúmenska handboltalandsliðsins að spila leikinn langt í burtu frá höfuðborginni en hann og strákarnir þurftu að ferðast í yfir fimm tíma í rútu eftir að þeir lentu í Búkarest. „Ég veit einfaldlega ekki hvar í Evrópu við erum. Það var reynt að gera þetta eins erfitt fyrir okkur og hægt var. Við erum að ferðast fáránlega lengi og það er með ólíkindum að það sé leyfilegt að spila leik frá alþjóða flugvelli," sagði Guðjón Valur við Vísi í kvöld og var allt annað en sáttur. „Það þarf enginn að segja að það sé ekki til almennileg höll í Búkarest eða að hún sé ekki til í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Það hefði breytt öllu fyrir okkur því við erum að koma hérna inn á hótel í fyrradag um tvö til hálf þrjú um nóttina eftir að hafa lagt af stað klukkan fimm um morguninn frá Íslandi," sagði Guðjón Valur en íslensku strákarnir voru þá að gera sig klára fyrir aðra fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest. „Við ákváðum bara að taka þessu sem ögrun og engu öðru. Þó svo að það sé verið að opna eitthver íþróttahús hjá okkur á Íslandi í fimm tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík þá held ég að það sé engin ástæða að fara með leik þangað þar sem er verið að spila um þátttökurétt á Evrópumóti. Þetta er ekki æfingaleikur og það er stíf dagskrá hjá okkur og lítill tími sem við höfum. Í þessari viku eyddum við sólarhring í ferðalag. Við erum síðan á leiðinni í rúmlega fimm tíma rútuferð til baka til Búkarest og svo fljúgum við klukkan sex eða sjö í fyrramálið," segir Guðjón Valur en hvað verður gert í rútunni á leiðinni. „Það verða engin skemmtiatriði í gangi en ég setti Þórir Ólafsson í fararstjórn því hann er sá eini af okkur sem er að spila í Austur-Evrópu. Hann verður bara að standa sig," sagði Guðjón Valur í léttum tón en þá má finna viðtal við kappann í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun: Rúmenía - Ísland 30-37 Íslenska handboltalandsliðið er með fullt hús í sínum riðli eftir nokkuð öruggan sjö marka sigur í Rúmeníu í dag, 37-30. Íslenska liðið var í vandræðum framan af leik en lék mun betur í seinni hálfleiknum og sigur liðsins var aldrei í hættu í lokin. 4. nóvember 2012 13:30
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti