Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið valin frjálsíþróttamaður ársins 2012 en þetta var tilkynnt á lokahófi Frjálsíþróttasambands Íslands á dögunum og kemur fram á heimasíðu Ármenninga í dag.
Ásdís Hjálmsdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttakarl ársins en Ásdís var síðan valin frjálsíþróttamaður ársins 2012.
Ásdís setti Íslandsmet í spjótkasti í undankeppni á Ólympíuleikunum í London í ágúst síðastliðnum og varð í áttunda sæti inn í úrslitin með kasti upp á 62,77 metra. Hún varð síðan í ellefta sæti í lokakeppninni þegar hún kastaði 59,08 metra.
Kári Steinn Karlsson varð fyrsti Íslendingurinn til þess að klára maraþonhlaup á Ólympíuleikum en hann varð í 42. sæti á hlaupinu í London.
Ásdís er frjálsíþróttamaður ársins 2012
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn


Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
