Níu ára stúlka, Sam Gordon, hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum eftir að myndband af afrekum hennar í ruðningsíþróttinni fór um internetið eins og eldur um sinu.
Gordon er eina stúlkan í ruðningsliði sínu en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer hún oft illa með jafnaldra sína í leikjum.
Hún hefur slegið í gegn og síðustu vikurnar verið vinsælt viðtalsefni hjá fjölmörgum sjónvarpsstöðvum vestan hafs.
Hún hefur þó tekið fram að hún stefnir frekar á að gerast atvinnumaður í knattspyrnu - fremur en að leggja ruðninginn fyrir sig.
