Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 21:41 Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar. Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar.
Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent