Syngjum saman klukkan ellefu 30. nóvember 2012 10:15 Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira