Kyoto-bókunin ekki nóg - Ísland þarf að taka sig á Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 14:25 Árni Finnsson segir Ísland þurfa að gera betur. Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira