Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. desember 2012 14:29 Martin Kaymer spilaði í heild frábært golf. Mynd/Nordic Photos/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann. Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar. Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi. Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir. Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira