Liðsmaður Kansas City Chiefs myrti unnustu sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2012 10:00 Mynd tekin fyrir utan heimili Belcher í gær. Nordicphotos/Getty Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins. Erlendar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Jovan Belcher, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-fótboltanum skaut unnustu sína til bana í gærmorgun. Skömmu síðar tók hann eigið líf. Samkvæmt Reuters fréttastofunni skaut Belcher, sem var 25 ára, unnustu sína sem var þremur árum yngri á heimili þeirra. Þaðan keyrði hann á æfingasvæði liðs síns og skaut sjálfan sig í þann mund sem lögreglumenn mættu á svæðið. „Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið og stigu úr bílnum heyrðu þeir byssuskot. Það lítur út fyrir að einstaklingurinn hafi tekið eigið líf,"sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla vestanhafs. Fram kom að þjálfari og framkvæmdastjóri félagsins hefðu verið viðstaddir sjálfsmorið. Belcher hafi hins vegar ekki ógnað þeim heldur þakkað fyrir velvild í sinn garð áður en hann miðaði skammbyssunni að eigin höfði. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að hún hefði verið kölluð að heimili Belcher vegna skotárásar. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að Belcher og unnusta hans hafi átt þriggja mánaða gamla dóttur. Þá á móðir unnustu Belcher að hafa orðið vitni að morðinu og tilkynnt lögregluyfirvöldum. „Þetta er sorglegi hlutinn af sveitalífinu í landinu okkar. Skammbyssur eru úti um allt, fólk skýtur sjálft sig og aðra. Sá tími kemur að við verðum að ná stjórn á þessu vandamáli," sagði borgarstjórinn í Kansasborg. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir atburði gærdagsins muni leikur Kansas City Chiefs og Carolina Panthers í Kansasborg fara fram í kvöld. Belcher samdi við Chiefs árið 2009 eftir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum liða í nýliðavali deildarinnar. Á hans öðru ári með liðinu vann hann sér fast sæti í liðinu. Belcher hafði byrjað tíu af ellefu leikjum tímabilsins.
Erlendar Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira