Keflavík vann fjögurra stiga sigur á Snæfelli í uppgjöri toppliðanna í Domino's-deild kvenna í körfuknattleik í dag, 74-70. Þetta var tólfti sigur Keflavíkur í deildinni í röð en liðið hefur unnið alla leiki sína.
Heimakonur byrjuðu betur og leiddu með níu stigum, 21-12, að loknum fyrsta leikhluta. Gestirnir frá Keflavík sóttu í sig veðrið og var forysta heimakvenna aðeins eitt sig í hálfleik, 37-36.
Keflavík náði góðu forskoti í þriðja leikhluta sem heimakonum tókst aldrei að vinna upp.
Kiaraach Marlow skoraði 21 stig fyrir Snæfell og Alda Leif Jónsdóttir 14 stig. Jessica Jenkins skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 20 stig.
Valur vann tveggja stiga sigur á Grindavík á Hlíðarenda 81-79. Heimakonur höfðu frumkvæðið lengst af en munurinn var þó aldrei mikill.
Gestirnir frá Grindavík unnu síðasta fjórðunginn með fjórum stigum en það dugði ekki til.
Kristrún Sigurjónsdóttir átti stórleik hjá Valskonum. Kristrún skoraði 35 stig og var með frábæra skotnýtingu hvað sem var af vellinum.
Crystal Smith, spilandi þjálfari Grindavíkur, var stigahæst gestanna með 31 stig.
Þá unnu Haukar fjórtán stiga sigur gegn Fjölni 72-58 en leikið var í Grafarvogi.
Keflavík vann toppslaginn í Stykkishólmi | Tólf sigrar í röð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“
Handbolti
Fleiri fréttir
