Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 11:15 Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira