Sport

Bradley Wiggins kjörinn íþróttamaður Breta árið 2012

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bradley Wiggins á góðri stundu að Frakklandshjólreiðunum loknum.
Bradley Wiggins á góðri stundu að Frakklandshjólreiðunum loknum. Nordicphotos/Getty
Hjólreiðakappinn Bradley Wiggins var í gærkvöldi kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi. Wiggins sigraði í Frakklandshjólreiðunum auk þess að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London.

Sjöþrautarkonan Jessica Ennis, sem vann til gullverðlauna í London, hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Skotinn Andy Murray, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í tennis auk þess að vinna til gullverðlauna í einliðaleik, hafnaði í þriðja sæti.

Wiggins hlaut 30,25 prósent atkvæða, Ennis 22,92 prósent og Murray 14,17 prósent. Í næstu sætum kom frjálsíþróttakonan Mo Farah og í kjölfarið David Weir og Ellie Simmonds, hetjur Breta frá Ólympíumóti fatlaðra.

Þetta var í 59. skipti sem íþróttamaður ársins er kjörinn í Bretlandi. Kjörið fer fram með ólíkum hætti en á Íslandi. BBC stendur fyrir kjörinu og tekur saman lista yfir tólf íþróttamenn sem til greina koma. Í kjölfarið greiðir almenningur atkvæði.

Á ensku nefnast verðlaunin „BBC Sports Personality of the Year" sem mætti á óþjálan hátt þýða sem „Persónleiki ársins úr íþróttaheiminum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×