Körfubolti

Valskonur í miklu stuði á móti Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnur Lára Ásgeirsdóttir.
Unnur Lára Ásgeirsdóttir. Mynd/Ernir
Valskonur endurheimtu fjórða sætið í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi 39 stiga stórsigur á Njarðvík, 95-56, í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var síðasti leikurinn í kvennakörfunni fyrir jólafrí.

Valskonan Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 19 stig á 17 og hálfri mínútu en fékk einnig fimm villur á þessum tíma. Unnur Lára hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 18 stig, Alberta Auguste var með 12 stig og þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoruðu 11 stig hvor. Hin unga Sóllilja Bjarnadóttir nýtti einnig tækifærið vel og var með 10 stig á 14 mínútum.

Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkur, var að venju atkvæðamest með 19 stig og 11 fráköst en Eyrún Líf Sigurðardóttir var næststigahæst með 8 stig.

Haukakonur komust upp í fjórða sætið á miðvikudaginn en Valskonur náðu því aftur í dag. Fjögur efstu sætin í deildinni gefa sæti í úrslitakeppninni í vor.

Það hefur hinsvegar lítið gengið hjá Íslands- og bikarmeisturum Njarðvík sem mættu til leiks í haust með mikið breytt lið. Þetta var sjötta tap liðsins í röð en liðið situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 3 sigra og ellefu töp.

Valskonur voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23-17, en stungu af í öðrum leikhlutanum sem þær unnu 27-7 og náðu þar með 26 stiga forskoti fyrir hálfleik, 50-24.Valsliðið bætti síðan við í seinni hálfleik og vann sinn stærsta sigur á tímabilinu.



Valur-Njarðvík 95-56 (23-17, 27-7, 25-12, 20-20)

Valur: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/6 fráköst, Alberta Auguste 12/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 5, Kristín Óladóttir 2.

Njarðvík: Lele Hardy 19/11 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7/4 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Ína María Einarsdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Aníta Carter Kristmundsdóttir 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×